Þitt framlag skiptir máli!

Við stöndum frammi fyrir miklum kostnaði – en við stöndum líka saman. Baráttan fyrir tjáningarfrelsi og mannréttindum þarf þinn stuðning. Hvort sem þú leggur til lítið eða mikið – það gerir gæfumuninn.

STYRKJA
Sticker

Um félagið

Við, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, ætlum að áfrýja dómi héraðsdóms í Skuggasundsmálinu. Við teljum að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi okkar allra sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og viljum að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald. Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu. Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.

STYRKJA

Ummæli lögreglumanna á vettvangi:

„helvítis dýrið við náðum honum“

„Þeir voru eiginlega nokkrir búnir að biðja um það“

„Gasa þetta nógu mikið“

"Leiðinlegt að missa af þessu"

„Slökkva aðeins í þessu“

„Ertu með nóg af gasi eftir? Við þurfum að taka fund greinilega“

„Láta mótmælendur hlýða“